Óléttar konur sofa bara í fimm tíma

Óléttar konur sofa oft illa á nóttinni.
Óléttar konur sofa oft illa á nóttinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk með ungabörn missir mikinn svefn en í rauninni byrjar svefnskorturinn fyrr þar sem óléttar konur sofa að meðaltali bara fimm klukkutíma á nóttu samkvæmt könnun á meðal 2.000 foreldra í Bretlandi.

„Það er kaldhæðnislegt að þegar konur þurfa að sofa sem mest er það oftast erfiðast,“ sagði svefnsérfræðingur. 

Klósettferðir, brjóstsviði og hiti er meðal þess sem truflar svefn kvenna. Þrjár af hverjum fimm konum geta hins vegar ekki sofið á nóttinni vegna þess að þær eiga erfitt með að velta sér og 25 prósent kenndu verkjum í mjöðmum um. Konur finna ekki bara fyrir morgunógleði á nóttinni og kom í ljós að ógleði hélt vöku fyrir fjórum af hverjum tíu konum. 

Óléttan er þó ekki það eina sem kemur í veg fyrir að óléttar konur sofi þar sem 15 prósent kvenna gátu ekki sofið fyrir hrotum í maka. Ef raunin er sú gæti verið tími til að senda makann í annað herbergi enda nokkuð algengt meðal þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Rúmlega 30 prósent höfðu einmitt gefist upp á því að sofa í sama rúmi. 

Konum finnst oft erfitt að snúa sér á nóttinni.
Konum finnst oft erfitt að snúa sér á nóttinni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert