36 kíló af sprengiefni í kynjaveislu

36 kíló voru notuð í sprenginguna.
36 kíló voru notuð í sprenginguna. AFP

Kynjaveisla í New Hampshire í Bandaríkjunum olli miklum usla á dögunum. Kynið var opinberað með stórri sprengingu, nánar tiltekið 36 kílóum af sprengiefni. Sprengingin var svo kraftmikil að hún heyrðist í næsta ríki, í bænum Kingston í Massachusetts. 

Fjölskyldan keypti sprengiefnið löglega og setti saman sprengju með bláu púðri til að gefa til kynna að lítill drengur væri á leiðinni. Fjölskyldan ákvað að sprengja sprengjuna í grjótnámu til öryggis. 

Íbúar í bænum Torremeo í New Hampshire heyrðu vel í sprengjunni og fundu jörð skjálfa í kjölfarið. „Við heyrðum þessa svakalegu sprenginu. Myndir duttu af veggjunum okkar. Ég er alltaf til í einhvern kjánaskap, en þetta var of langt gengið,“ sagði Sara Taglieri íbúi stutt frá grjótnámunni. 

Engan sakaði í sprengingunni og maðurinn sem sprengdi sprengjuna hefur gefið sig fram við lögreglu. Lögreglan rannsakar nú málið og skoðar hvort gefin verið út ákæra af einhverju tagi.

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert