Söfnuðu 300 þúsund fyrir Ægi

Krakkarnir í 4. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar söfnuðu 300 þúsund …
Krakkarnir í 4. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar söfnuðu 300 þúsund krónum til rannsókna á sjúkdómnum Duchenne sem bekkjarfélagi þeirra Ægir Þór er með. Ljósmynd/Hulda Björk

Krakkarnir í 5. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar söfnuðu á dögunum 300 þúsund krónum til rannsókna á sjúkdómnum Duchenne, sem bekkjarfélagi þeirra Ægir Þór er með. Krakkarnir seldu armbönd með áletruninni „Læknum Duchenne fyrir Ægi Þór“ og rennur allur ágóði af sölunni til Parent Project Muscular Dystrophy (PPMD), stærstu Duchenne samtaka í Bandaríkjunum. 

Móðir Ægis, Hulda Björk Svansdóttir, segist vera í skýjunum með árangurinn hjá krökkunum og segir að það gleðji hana óendanega mikið að finna samtakamáttinn hjá bekkjarfélögunum. 

Ægir er svo heppin að búa í samfélagi þar sem fólk sýnir náungakærleik og stendur saman,“ segir Hulda.

Krakkarnir seldu armbönd með áletruninni Læknum Duchenne fyrir Ægi Þór.
Krakkarnir seldu armbönd með áletruninni Læknum Duchenne fyrir Ægi Þór.

Hulda hefur undanfarin ár beitt sér fyrir því að fræða fólk um Duchenne sjúkdóminn sem sonur hennar er með.

Í tilefni þess að krakkarnir náðu markmiði sínu, að safna 300 þúsund krónum, ákvað Hulda að gera eitthvað skemmtilegt fyrir þau. Úr varð að allur bekkurinn tók þátt í rjómaklessuáskorun sem felur í sér að skella disk af þeyttum rjóma framan í sér. 

PPMD styður við rannsóknir á Duchenne og leggja meðal annars nú fram tvær milljónir bandaríkjadala í hjartarannsóknir sem tengjast Duchenne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert