Bangsaspítalinn á Akureyri í fyrsta sinn

Öll börn eru velkomin á Bangsaspítalann í dag með veika …
Öll börn eru velkomin á Bangsaspítalann í dag með veika eða slasaða bangsa. mbl.is/Óttar

Lýðheilsufélag læknanema heldur í september bangsaspítala á Heilsugæslunni á Akureyri. Þetta er í fyrsta skipti sem bangsaspítalinn verður á Akureyri, en hann hefur verið reglulega í Reykjavík og notið mikilla vinsælda.

Tilgangur bangsaspítalans er tvíþættur. Annars vegar að draga úr hræðslu barna við lækna og sjúkrahús og hins vegar að veita læknanemum tækifæri til að æfa samskipti við börn. 

Bangsaspítalinn var haldinn á höfuðborgarsvæðinu í vor í fyrsta skipti eftir heimsfaraldur og gekk ljómandi vel. 

Hinn 10. september verður bangsaspítalinn haldinn á höfuðborgarsvæðinu og viku seinna, hinn 17. september, á heilsugæslunni á Akureyri. Nánari upplýsingar má finna á Facebook

mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert