Nýttu gömul efni í íslenska barnafatalínu

Íslensk hönnun sem slær í gegn hjá yngstu kynslóðinni.
Íslensk hönnun sem slær í gegn hjá yngstu kynslóðinni.

Sumarið er komið og landinn farinn að huga að léttari klæðnaði, enda sólríkir dagar í kortunum þótt göturnar hafi verið snæviþaktar í vikunni. Íslenska barnafatamerkið As We Grow hefur gefið út nýja sumarlínu sem ætti að koma öllum í sumarskap.

Efnisafgangar síðasta árs voru nýttir á nýjan hátt í sumarlínuna. Úr þeim urðu til fallegar hönnunarflíkur úr gömlu efni og garni eins og hör, bómull og ull sem nýtt var á skemmtilegan máta í línuna.

Í línunni er að finna stílhreinan og léttan sumarklæðnað sem er framleiddur úr náttúrulegum efnum sem eru bæði þægileg og góð fyrir húðina. Línan er hönnuð og framleidd í anda As We Grow með tilvísun í gamla tíma þegar fötin voru gerð úr sterkum og endingargóðum efnum, látin duga lengi og gengu á milli kynslóða.

Jarðlitir eru áberandi í línunni og minna óneitanlega á íslenskt sumar. Fallegir bláir tónar, mosagrænn, brúnn, hvítur, ljósbleikur og kremlitaður litur einkenna línuna. 

Flíkurnar eru tímalausar og klassískar, en það er tilvalið að gefa þeim nýtt líf þegar börnin vaxa upp úr þeim og halda þannig í gömlu tímana um leið og hugað er að umhverfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert