Ósanngjarnt hjá Ingibjörgu

Úr áramótaskaupinu.
Úr áramótaskaupinu.

"Það er miklu meiri áhugi á þessu núna," segir Óskar Jónasson, leikstjóri Áramótaskaupsins. Ekki ætti það að koma á óvart í ljósi þess að Skaupið í fyrra þótti vel heppnað. Hreppti Óskar Edduna fyrir besta leikna sjónvarpsverk ársins ásamt Hjálmari Hjálmarssyni og Hallgrími Helgasyni.

"Það var ákveðin undirbúningsvinna frá því í fyrra, sem við þurftum ekki að endurtaka," segir Óskar og bætir við að samstarfið hafi gengið vel.

"En þetta er allt annað ár og allt öðruvísi Skaup. Það er ekki verið að endursýna Skaupið frá því í fyrra," segir Óskar án þess að láta neitt uppi um innihaldið.

Hann segir þetta afskaplega skemmtilegt form að vinna með. "Maður fylgist miklu betur með fréttum og reynir að sjá nýja fleti."

Óskar segir að af nógu hafi verið að taka. "Það eru þarna málefni, sem fá ekki að vera með vegna þrengsla," segir hann en er ósáttur við síðustu fréttir af fráfarandi borgarstjóra Reykavíkur.

"Það var voða kvikindislegt af Ingibjörgu Sólrúnu að hætta svona rétt fyrir áramótin. Þetta gengur ekki. Hún gerir þetta ábyggilega bara til að sleppa við Skaupið. Þetta var eina gatið fyrir hana til þess."

Áramótaskaupið er á dagskrá Sjónvarpsins klukkan 22.30 í kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að vera heima og slaka á í dag. Samskipti við nýjan vinnufélaga færa þér nýjar upplýsingar og hafa spennandi breytingar í för með sér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að vera heima og slaka á í dag. Samskipti við nýjan vinnufélaga færa þér nýjar upplýsingar og hafa spennandi breytingar í för með sér.