Herranótt MR sýnir Hundshjartað: Mannhundar í Moskvu

Það gengur ýmislegt á í Hundshjartanu.
Það gengur ýmislegt á í Hundshjartanu. mbl.is/Golli

Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, Herranótt, ku vera elsta starfandi leikfélag landsins, en fyrsta sýningin var sett upp árið 1846. Sýningar leikfélagsins eru afar metnaðarfullar og hvergi til sparað svo vel megi verða.

Í ár setur skólinn upp gaman- og hryllingsleikritið Hundshjartað eftir Mikhail Búlgakov (Meistarinn og Margarita) í leikgerð og þýðingu Ólafs Egils Egilssonar. Hann er jafnframt leikstjóri. Leikritið á sér nokkuð ævintýralega sögu, en Sovétmaðurinn Búlgakov starfaði í óþökk stjórnvalda. Meðal annars svaf ekkja hans með handritið undir koddanum sínum í 30 ár! Að sýningunni koma u.þ.b. fjörutíu nemendur úr skólanum. Leikgerð og þýðing leikstjórans, Ólafs Egils Egilssonar er unnin upp úr vinsælli leikgerð Alexanders Chervinskys og skáldsögunni sjálfri (sem kom út í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur árið 1992). Leikritið fjallar um heimsfrægan og vel metinn prófessor í Moskvu sem tekur að sér flækingshund til að gera á honum tilraunir með uppgötvun sína, lífsgeislann. Hann græðir hjarta, heiladingul og eistu úr nýlátnum manni með þeim afleiðingum að hundurinn breytist smám saman í mann. En hundurinn/maðurinn, sem tekur upp nafnið Snati Snatason, verður ekki sá fyrirmyndarborgari sem prófessorinn vonaðist eftir heldur leggur hann líf skapara síns í rúst.

Morgunblaðið sló á þráðinn til Jóns Eðvalds Vignissonar, eins stjórnarmanna Herranætur. Hann var sem von er önnum kafinn við æfingar en hann fer og með hlutverk í Hundshjartanu.

"Síðustu daga höfum við verið að ganga frá lausum endum, eins og gengur. Annars er þetta búið að ganga stórvel," segir Jón, sem er nemi í fimmta bekk. Hann segist hafa smitast óforvarandis af leiklistarvírusnum í fyrra og hann sjái ekki fram á að ná sér af honum.

"Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og það er gaman að vinna þetta með Ólafi, en hann var sem kunnugt er Herranæturstjarna á sínum tíma."

Frumsýnt verður í kvöld í Tjarnarbíói en næstu sýningar eru sem hér segir: Þriðjudaginn 18. febrúar, miðvikudaginn 19. febrúar, laugardaginn 22. febrúar, sunnudaginn 23. febrúar, föstudaginn 28. febrúar, laugardaginn 1. mars, þriðjudaginn 11. mars og miðvikudaginn 12. mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson