Ofurmennið var með of stóra bungu

Superman bungaði of mikið og þurfti að minnka hann stafrænt.
Superman bungaði of mikið og þurfti að minnka hann stafrænt. Reuters

Hinn nýi Súpermanleikari, Brandon Routh, fyllir að sögn vel út í búninginn og þurftu búningahönnuðir að hanna rauðu buxurnar sem hetjan hefur utanyfir þrönga bláa samfestinginn með sérlega rúmri klofbót. En það dugði ekki til, því áður en Superman Returns birtist á kvikmyndatjöldum þurfti einnig að minnka bunguna starfænt til að ofbjóða ekki áhorfendum.

„Þetta er örlítið kómískt,” sagði Routh sjálfur um málið.

„Ég er séntilmenni og ég lofaði móður minni að tala ekki um slíka hluti,” sagði Routh sem vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við danska Extrabladet.

Hins vegar uppljóstraði ofurhetjan að hann hefði sofið í ofurmennisnáttfötum strax um sex ára aldur.

Sérsníða þurfti búninginn og minnka bunguna stafrænt til að fólki …
Sérsníða þurfti búninginn og minnka bunguna stafrænt til að fólki svelgdist ekki á poppkorninu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óvenju hætt við að hugmyndir þínar verði kveðnar í kútinn í dag. Allt sem þér leiðist drepur niður frumkvæði þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óvenju hætt við að hugmyndir þínar verði kveðnar í kútinn í dag. Allt sem þér leiðist drepur niður frumkvæði þitt.