Vínylplatan lifir góðu lífi

Söngkonan Lily Allen er í góðum tengslum við nútíð og …
Söngkonan Lily Allen er í góðum tengslum við nútíð og fortíð AP

Vínylplatan hefur verið í útrýmingarhættu frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar, hún virðist þó lífseigari en margur hefði haldið og eru nú sumir farnir að spá því að hún verði langlífari en geisladiskurinn, sem nú á undir högg að sækja vegna netvæðingarinnar. 7” vínylsmáskífur hafa ekki selst jafn vel síðan árið 1998, en um milljón slíkar seldust á Bretlandi á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðunni crave.cnet.co.uk.

Vínylsmáskífan virðist því vera í tísku, en það er ekki síst þakkað því að tónlistarmenn virðast einnig halda tryggð við sniðið og gefa reglulega út á vínyl og nota hana við kynningarstarfsemi, hljómsveitin White Stripes seldi t.a.m. 5.500 vínylútgáfur af nýjustu smáskífu sinni, The Denial Twist og þá var smáskífa söngkonunnar Lily Allen, LDN einungis gefin út á vínyl, en Allen hefur þótt boðberi nýrra tíma, því hún náði mikill athygli með hjálp netsins, án þess að hafa nokkurn tíma gefið út geisladisk.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.