Þursaflokkurinn og CAPUT í Laugardalshöll

Hinn íslenski þursaflokkur
Hinn íslenski þursaflokkur
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson

jbk@mbl.is

Stórtónleikar verða haldnir í Laugardalshöll í febrúar nk. þegar Hinn íslenski þursaflokkur og CAPUT-hópurinn leiða saman hesta sína. Tónleikarnir marka 30 ára afmæli Þursaflokksins sem hélt sína fyrstu tónleika í febrúar árið 1978, en hætti svo fimm árum síðar. Mörg af bestu lögum sveitarinnar verða útsett sérstaklega fyrir tónleikana.

Egill Ólafsson, söngvari og forsprakki Þursaflokksins, segir að árið 1985 hafi sú hugmynd komið upp að vinna með sinfóníuhljómsveit.

"Það varð hins vegar ekki, en svo kom þetta aftur upp núna. Eftir að hafa hugsað málið og rætt þetta okkar á milli fannst okkur snjallt að gera þetta með aðeins öðrum hætti og vera ekki með sinfóníska hljómsveit heldur aðeins minna batterí. Við vildum freista þess að nota fleiri liti og þá kom CAPUT-hópurinn strax upp," segir Egill. "Stemningin í hópnum er mjög fín, þetta eru allt menn sem eru vel á sig komnir og það þarf því ekkert að örvænta hvað það varðar," bætir hann við.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.