Ekið á hund Danadrottningar

Margrét Þórhildur Danadrottning.
Margrét Þórhildur Danadrottning. Reuters

Ein helsta frétt danskra fréttavefja nú síðdegis er, að ekið var á Helike, tveggja ára gamla tík Margrétar Danadrottningar, í dag. Slysið varð í Fredensborg þar sem konungsfjölskyldan á höll. Ekki hafa hins vegar borist upplýsingar um það hver olli slysinu.

Helike var flutt á dýraspítalann í Kaupmannahöfn og er haft eftir talsmanni konungsfjölskyldunnar, að hundurinn sé þungt haldinn.

Margrét fékk hundinn í afmælisgjöf árið 2006. Helike heitir eftir grískri gyðju, sem var ein af þremur barnfóstrum Seifs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes