Konunglegar móttökur í Serbíu

Regína Ósk segist reykja margar sígarettur á dag með óbeinum …
Regína Ósk segist reykja margar sígarettur á dag með óbeinum reykingum í Belgrad. mbl.is/Dagur

Eurobandið mætti í morgunþátt serbneska ríkissjónvarpsins RTS ásamt krónprinsessu landsins, Katherine og stóðu þau Friðrik Ómar og Regína Ósk sig með stakri prýði. Þau eru boðin í móttöku bæði hjá krónprinsinum Alexanders II og Katherine og síðar í kvöld hjá borgarstjóranum í Belgrad.

Alexander er sonur síðasta konungs Júgóslavíu og því krónprins verði landinu breytt í konungdæmi á ný en það er nú lýðræði.

Þau Friðrik Ómar og Regína Ósk láta vel af móttökunum sem þau hafa fengið í Belgrad en þykir nóg um það frelsi sem reykingamenn njóta hér í borg. „Það er reykt ofan í mann hvar sem maður kemur, ég hugsa að ég reyki margar sígarettur á dag bara óbeint," sagði Regína Ósk í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson