„Ljósblátt klám“

Forlagið Ballantine Books hefur hætt við útgáfu rómantískrar skáldsögu rithöfundarins Sherry Jones um barnunga brúði Múhameðs spámanns, Aishu, af ótta við möguleg hryðjuverk öfgasinnaðra múslima. Bókin ber heitið The Jewel of the Medina.

Til stóð að gefa bókina út á morgun en íslamskir fræðimenn hafa gagnrýnt söguna harðlega. Einn þeirra, Denise Spellberg, segir sögu Jones vera „ljósblátt klám“.

Jones segir söguna raunsæja lýsingu á heimilishaldi Múhameðs. Aisha var gefin Múhameð níu ára gömul. Í bókinni er því m.a. lýst því þegar hjónabandið var fullkomnað.

Bloggað um fréttina