Helgi Björns hefur tökur á nýrri kvikmynd

Helgi Björnsson.
Helgi Björnsson.

Helgi Björns, hinn nýi kántríkóngur Íslands, leikur skúrk í væntanlegri kvikmynd Júlíusar Kemps, Reykjavík Whale Watching Massacre. Söngvarinn er nýlentur á Íslandi frá Berlín og hóf tökur í gær. Um leið og hann lenti fékk hann fregnir um að ný kántríplata hans sé komin í gullplötusölu.

„Sagan gerist mikið á hvalbát þar sem túristar eru í hvalaskoðunarferð,“ segir Helgi um myndina. „Svo gerast óvæntir atburðir þar og farþegar þurfa að kalla eftir hjálp og persóna mín svarar kallinu og allt fer upp í loft. Ég leik Tryggva sem er geðþekkur hvalveiðimaður. Það fer sem sagt ýmislegt öðruvísi en ætlað er. Ætli megi ekki segja að ég sé skúrkurinn.“

Helgi segir frábær viðbrögð við nýjustu kántríplötu sinni og Reiðmönnum vindanna ekki koma sér endilega á óvart. „Mér fannst bara gaman að gera þetta og þetta snerist alls ekki um að reyna ná einhverjum sölutölum. Þetta er bara plata sem vekur góðar tilfinningar og kemur því ekkert endilega á óvart að fólk hafi áhuga á henni.“

Helgi segist lengi hafa langað að gera kántríplötu á íslensku og því fundist eðlilegt að leita til hestamenningarinnar eftir lögum. Hann segir þetta þó ekki tilraun til þess að stela krúnunni af Hallbirni.

„Ég er ekki að reyna að vera kántríkóngur en hef bara alltaf fílað þessa tónlist sem er í rótum rokksins. Þetta heillar mig ennþá og ég er ekki frá því að ég eigi eftir að gera meira af þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir