Schneider höfðar meiðyrðamál

Dan Schneider.
Dan Schneider.

Dan Schneider, fyrrum framleiðandi og handritshöfundur á barnasjónvarpsstöðinni Nickelodean, hefur höfðað meiðyrðamál gegn framleiðendum og aðstandendum heimildaþáttanna Quiet on Set: The Dark Side of Kids TV. Hann segir þættina hafa verið gerða í þeim tilgangi að rústa orðspori hans og arfleið.

Í þáttunum er Schneider meðal annars ásakaður um að hafa sýnt af sér óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki og barnungum leikurum sjónvarpsþátta á borð við ICarly og Drake and Josh.

Schneider segir heimildaþættina sýna hann í mjög neikvæðu ljósi og að þeir séu uppfullir af staðhæfingum og rógburði sem eiga ekki við rök að styðjast. 

Samkvæmt gögnum sem Page Six hefur undir höndum segir að Schneider hafi ekki haft nokkra vitneskju um misnotkunina sem viðgekkst og að hann hafi fordæmt hana um leið og hún uppgötvaðist.

Schneider, sem starfaði fyrir Nickelodeon á árunum 1993 til 2018, var vikið frá störfum árið 2018 eftir að innanhúss rannsókn leiddi í ljós að hann hefði iðulega hreytt fúkyrðum í starfsmenn. 

Margir leikarar, sem gerðu garðinn frægan í þáttum á Nickelodean, stigu fram stuttu eftir frumsýningu þáttanna í mars og viðurkenndu að allt væri þetta hreinn og beinn sannleikur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg