Bretar og Frakkar sjá Mýrina

Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki Erlendar lögreglumanns í Mýrinni.
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki Erlendar lögreglumanns í Mýrinni.

Mýrin, mynd Baltasars Kormáks eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, heldur frægðargöngu sinni áfram, nú í Frakklandi og Bretlandi.

Myndin fær lofsamlega dóma og er aðsóknin eftir því, en myndin var frumsýnd samtímis á 50 stöðum í Frakklandi og 17 í Bretlandi, sem er mesta aðsókn á íslenska mynd í löndunum tveimur. Auk þess hefur hún verið seld til um 17 annarra landa, þar á meðal Bandaríkjanna, S-Kóreu, Ástralíu og Ísraels, svo fáein lönd séu nefnd.

Sviðakjammar vekja athygli

Umsagnir gagnrýnenda eru á einn veg og eru þeir gjarnan uppteknir af sviðaáti: „Íslenskur matur virðist frekar eyðilegur einnig. Að sjá mann tyggja kindahaus í hádegismat er sjón sem erfitt er að gleyma,“ segir gagnrýnandi Independent til dæmis. Skemmst er að minnast þess að Mýrin komst á topp 10-lista yfir bestu spennumyndir allra tíma, samkvæmt Times-online og á heimasíðunni rottentomatoes.com er hún með 94% í einkunn, sem þykir gott. tsk
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.