Bjarni Ara er hættur

Bjarni Arason
Bjarni Arason Friðrik Tryggvason
Bjarna Arasyni, sem verið hefur dagskrárstjóri á Bylgjunni í átta ár, hefur verið sagt upp störfum. „Þetta eru skrítnir tímar og tímar sem margir hafa ekki upplifað áður. Það grípur marga mikil óvissa og óöryggi og ég tel það gríðarlega mikilvægt að við þjöppum okkur saman. Við megum ekki láta reiðina stjórna lífi okkar. Ég er ekki reiður, ég lít afar björtum augum á framtíðina,“ segir Bjarni.