Fundað um Airwaves

Þorsteinn Stephensen, skipuleggjanda Iceland Airwaves hátíðarinnar
Þorsteinn Stephensen, skipuleggjanda Iceland Airwaves hátíðarinnar mbl.is/Kristinn

Samkvæmt venju er stefnt á að halda elleftu Iceland Airwaves-hátíðina þriðju vikuna í október á þessu ári. Þrátt fyrir að formleg tilkynning um hátíðarhöld hafi ekki enn verið send út, staðfesti Hr. Örlygur, sem heldur utan um hátíðina, og styrktaraðilarnir, Höfuðborgarstofa og Icelandair, þetta í samtali við Morgunblaðið.

Ljóst er hins vegar að framkvæmdin við hátíðina í ár er örlítið styttra á veg komin en oft áður og enn á eftir að ganga frá greiðslum til nokkurra erlendra listamanna sem komu fram í fyrra.

„Við lentum í mjög miklum vandræðum með erlendar millifærslur þegar gjaldeyrisviðskipti í landinu voru fryst,“ útskýrir Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs er sér um framkvæmd hátíðarinnar. „Það tók mjög langan tíma að greiða úr öllum þessum greiðslum enda yfir 40 aðilar sem áttu að fá greitt. Við erum búnir að fá þetta í gegn að mestu leyti, en það stendur eitthvað smávegis út af.“

Þorsteinn viðurkennir að erfitt hafi verið að koma sumum erlendum aðilum í skilning um ástandið á sínum tíma þar sem bankahrunið hafi borið skyndilega að. Engin erlend sveit aflýsti þó komu sinni í fyrra. „Það þurfti að skýra þetta nokkuð ítarlega út fyrir nokkrum. Flestir eru nú meðvitaðir um hvernig ástandið er á Íslandi og við höfum verið í góðum samskiptum við alla.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes