„Hann er að slá í gegn hérna“

Ragnar Kjartansson
Ragnar Kjartansson mbl.is/EFI

„Ég held að það sé óhætt að segja að íslenski skálinn sé vinsælasti áfangastaðurinn í Feneyjum í kvöld,“ segir Börkur Arnarson hjá galleríi i8, staddur á opnun sýningar Ragnars Kjartanssonar á Feneyjatvíæringnum í gærkvöldi. „Opnunin gengur ofsalega vel, það er í gangi heljarinnar veisla og úti á götu er löng röð af fólki sem er að reyna að komast inn.“

Ragnar kallar verk sitt á tvíæringnum The End og er það tvískipt. Í öðrum hluta skálans er viðamikil myndbandsinnsetning sem hann vann að í kanadísku Klettafjöllunum og í hinum hlutanum er hann með opna vinnustofu þar sem hann málar á hverjum degi næsta hálfa árið mynd af Páli Hauki Björnssyni myndlistarmanni, sem er klæddur svartri Speedo-sundskýlu, reykir og drekkur bjór meðan hann situr fyrir.

Á opnuninni í gærkvöldi vann Ragnar við að mála Pál.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um það hvar þú vilt verða eftir fimm ár og hvað þú getur gert til þess að komast þangað. Fjölskyldan stækkar á næsta ári.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um það hvar þú vilt verða eftir fimm ár og hvað þú getur gert til þess að komast þangað. Fjölskyldan stækkar á næsta ári.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden
Loka