Með æðalegg einu sinni í viku

Simon Cowell.
Simon Cowell. Reuters

Hann er þekktur fyrir að koma til dyranna eins og hann er klæddur og á dögunum viðurkenndi hinn eini sanni Simon Cowell að hann notaði heldur óvenjulegar aðferðir til að halda sér ungum. 

Í fyrsta lagi byrjar hann hvern dag á því að klifra upp í tré og í öðru lagi fær hann vikulegan vítamínkokteil með æðalegg. Í kokteilnum er C-vítamín, B-12 vítamín og mangesíum og segir Cowell að sér líði stórkostlega eftir hverja gjöf. 

Hvort það virkar verður ekki fullyrt um hér en hann lítur engu að síður nokkuð vel út. 

mbl.is

Bloggað um fréttina