Illa haldin af fæðingarþunglyndi

Kanadíska tónlistarkonan Alanis Morissette þjáðist af fæðingarþunglyndi og beið að eigin sögn alltof lengi með að leita sér hjálpar. Morissette eignaðist soninn Ever Imre árið 2010 og veiktist í kjölfarið.

Söngstjarnan, sem er 38 ára gömul, var gestur á kanadísku sjónvarpsstöðinni ET og ræddi þar andlega erfiðleika sína. „Ég hélt að ég væri bara þreytt eftir fæðinguna og yrði brátt hressari,“ sagði Morissette í sjónvarpsviðtalinu.

„En svo leið og beið og ég komst að því að þetta var annað og miklu alvarlega. Mér varð loks ljóst að því lengur sem ég myndi bíða með að fá hjálp, þeim mun verra yrði ástandið. 

Ég vil tala um fæðingarþunglyndi í þeirri von að ég geta hjálpað öðrum konum sem lenda í sömu aðstæðum. Aðalmálið fyrir nýbakaðar mæður sem veikjast andlega er að skammast sín ekki fyrir líðan sína heldur leita sér hjálpar strax,“ sagði söngkonan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson