Áttu erfiðast með portrett-myndir

Dómarar keppninnar, Páll Stefánsson og Hallgerður Hallgrímsdóttir, eiga ærið verk …
Dómarar keppninnar, Páll Stefánsson og Hallgerður Hallgrímsdóttir, eiga ærið verk fyrir höndum. Morgunblaðið/Styrmir Kári

Skráningum í Ljósmyndakeppni Íslands er lokið en um 1200 myndaraðir voru sendar inn til þátttöku. Einn dómara segir ótrúlega breidd í myndunum en athyglisvert sé hversu margir áttu erfitt með portrett-myndina.

SkjárEinn og mbl.is hafa undanfarnar vikur auglýst eftir ljósmyndum í Ljósmyndakeppni Íslands. Undirtektir voru vægast sagt góðar en hátt í 1200 innsendingar skiluðu sér. Dómarar keppninnar eru Hallgerður Hallgrímsdóttir og Páll Stefánsson ljósmyndarar.

Fimmtán útvaldir munu fá símtöl á næstu dögum og verða boðaðir í viðtal en aðeins átta keppendur munu komast áfram og koma fram í sjónvarpsþættinum Ljósmyndakeppni Íslands sem hefst eftir áramót á SkjáEinum.  „Nú hlakka ég til að sjá hvort við getum sett pressu á hina útvöldu til að skila enn betri verkum,“ segir Hallgerður.

„Það er ótrúleg breidd í þessum myndum. Það er athyglisvert hve margir áttu erfitt með portrett-myndina og spurning hvað það segir okkur,“ segir Hallgerður sem liggur um þessar mundir yfir myndunum ásamt Páli sem segist vera í skýjunum með hversu mikinn áhuga Íslendingar hafa á ljósmyndun.

Aðspurð um hvaða eiginleikum góður ljósmyndari verði að vera gæddur svarar Hallgerður „Hann má ekki vera hræddur við að mistakast og átta sig á að stundum felst snilldin í mistökunum. Hann verður að hafa augun opin og má aldrei vanmeta valið á myndunum. Það er að segja -  það sem gerist eftir að heim er komið. Hann þarf að finna sinn stíl en samt kunna að stíga út úr honum þegar þarf.“ Páll tekur undir með Hallgerði og undirstrikar mikilvægi frumleika.

Myndirnar má skoða á síðu keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir