Ekkert kynlíf á Mars

Plakat frá Mars One þegar verkefnið var kynnt árið 2012.
Plakat frá Mars One þegar verkefnið var kynnt árið 2012. AFP

„Ef ég dey á Mars þá verður það afrek,“ segir Dina, íraskur flóttamaður sem býr í Bandaríkjunum. Hún er ein þeirra sem sóttu um að fara til Mars, aðra leiðina, á vegum Mars One-verkefnisins. Kynlífsskortur á rauðu reikistjörnunni er ekki eitthvað sem hún segist myndu setja fyrir sig.

Hollenskt fyrirtæki tilkynnti árið 2012 að það hygðist senda fjóra geimfara til Mars árið 2024 og gera jafnframt raunveruleikaþátt um leiðangurinn og undirbúning hans. Það heldur því fram að 200.000 manns hafi sótt um að fá að fara jafnvel þó að geimfararnir eigi ekki afturkvæmt til jarðar. Alvarlegar efasemdir hafa þó komið fram um að nokkuð búi í raun að baki hugmyndum fyrirtækisins.

Breska blaðið The Guardian hefur gert stuttmynd sem ber titilinn „Ef ég dey á Mars“ þar sem rætt er við þrjá þeirra einstaklinga sem sóttu um að fara til Mars á vegum Mars One-verkefnisins. Dina segist hafa yfirgefið alla fjölskyldu sína þegar hún flutti frá Írak til Bandaríkjanna á sínum tíma. Upplifunin að yfirgefa jörðina til að fara til Mars verði svipuð þeirri tilfinningu.

„Mér finnst ég ekki þurfa á fjölskyldu að halda til að geta lifað af og verið til,“ segir hún.

Jeremias frá Mósambík segist ekki óttast dauðann. Málin myndu hins vegar vandast ef svo færi að hann yrði ástfanginn áður en að brottför kæmi.

„Það er eitthvað sem þú getur ekki stjórnað. Þú getur ekki forðast það algerlega en þú getur stjórnað því þegar þú finnur fyrir því að tilfinningar þínar eru að breytast. Þú getur reynt að stöðva það þegar það gerist þannig að það er það sem ég er að reyna að gera,“ segir hann.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá mögulegu Marsfarana þrjá svara spurningum eins og hvort fólk þurfi ekki að vera brjálað til að fara til Mars á þessum forsendum og hvort þeir muni ekki sakna hluta eins og kynlífs.

If I Die on Mars from Guardian News & Media Ltd on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes