Bobbi Brown flutt af sjúkrahúsinu

Bobbi Kristina Brownog Nick Gordon
Bobbi Kristina Brownog Nick Gordon AFP

Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston, hefur verið flutt á endurhæfingardeild þrátt fyrir að þetta þurfi ekki að vera merki um að ástand hennar sé að batna.

Bobbi Kristina Brown, 21 árs hefur verið í dái síðan hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu þann 31. janúar sl.

Nokkrir fjölmiðlar, þar á meðal CNN og NBC, segja samkvæmt heimildum að Brown hafi verið flutt af Emory háskólasjúkrahúsinu í Atlanta og flutt á endurhæfingarstofnun í nágrenninu. Samkvæmt NBC er ástand hennar óbreytt.

RadarOnline.com segir að flutningurinn sé í samræmi við stefnu sjúkrahússins.

Whitney Houston lést í febrúar 2012 en hún fannst í baðkari á Beverly Hilton hótelinu í  Los Angeles kvöldið fyrir afhendingu Grammy-verðalaunanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir