Channing Tatum á Íslandi

Hjartaknúsarinn Channing Tatum er nýjasti Íslandsvinurinn.
Hjartaknúsarinn Channing Tatum er nýjasti Íslandsvinurinn.

Tíst Marteins Urbancic frá því í morgun hefur ekki flogið eins hátt og margur hefði haldið miðað við upplýsingarnar sem í því felast en það inniheldur mynd af kunnuglegu andliti á Keflavíkurflugvelli.

Í tístinu segir Marteinn, sem vinnur á bílaleigu við Keflavíkurflugvöll, að þar sé kominn hjartaknúsarinn Channing Tatum sem nýtur mikilla vinsælda, ekki síst meðal kvenþjóðarinnar, fyrir leik sinn í myndum á við 21 Jump Street, Magic Mike, Foxcatcher og Step up.

„Vinkona kærustu minnar var að koma með flugi Delta frá New York sem lenti klukkan níu í morgun og hún fékk mynd af sér með honum, hann var víst mjög almennilegur,“ segir Marteinn. Hann segir Tatum hafa verið í fylgd þriggja manna og að þeir hyggist dvelja hér á landi í viku. Mun hópurinn kominn hingað til lands til að skoða jökla.

Kaitlyn Culotta, sem er skólasystir Marteins í Flórída, fékk mynd …
Kaitlyn Culotta, sem er skólasystir Marteins í Flórída, fékk mynd af sér með leikaranum. Ljósmynd/ Kaitlyn Culotta
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson