Vilja að Depp fari í áfengismeðferð

Vinir og vandamenn Johnny Depp eru sagðir áhyggjufullir.
Vinir og vandamenn Johnny Depp eru sagðir áhyggjufullir. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Vinir og fjölskylda leikarans Johnny Depp hafa að sögn miklar áhyggjur af honum, og telja að hann ætti að leita sér meðferðar við áfengisfíkn.

Leikarinn er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi, en hljómsveit hans The Hollywood Vampires er á ferðalagi um Evrópu.

„Teymið hans Johnnys hefur miklar áhyggjur af honum, en hann hefur leitað á náðir flöskunnar til að ráða við þetta allt saman,“ sagði ónefndur heimildamaður í samtali við dagblaðið The Sun.

„Umboðsmenn hans, systir, öryggisverðir og jafnvel fyrrverandi eiginkona hans, Vanessa Paradis, hafa tekið saman höndum til að styðja við hann.“

„Hann hefur fengið morðhótanir vegna ásakana um heimilisofbeldi og þau hafa áhyggjur af því að hann fái áfall. Allir eru sammála um það að best værir fyrir hann að fara í meðferð, þar sem hann gæti hreinsað hugann og fengið þann stuðning sem hann þarfnast.“

Á dögunum sótti eiginkona Depps, Amber Heard, um skilnað en hún heldur því fram að Depp hafi beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi um árabil.

Depp hefur neitað yfirlýsingum Heard, en samkvæmt frétt Mirror stendur til að yfirheyra leikarann á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson