Vildi alltaf vera viðundur

Rick Genest hefur meðal annars starfað við fyrirsætustörf.
Rick Genest hefur meðal annars starfað við fyrirsætustörf. Ljósmynd / skjáskot Mirror

„Fólk heldur að ég verði móðgaður ef það kallar mig viðundur, en það er það sem mig hefur alltaf langað að vera,“ sagði Rick Genest, eða Zombie Boy í samtali við Mirror.

Genest er þekktur fyrir að hafa látið flúra nær allan líkama sinn, en í kjölfarið fór hann að fá verkefni sem fyrirsæta. Til að mynda kom hann fram í tónlistarmyndbandi Lady Gaga „Born This Way“.

„Þegar ég var 15 ára komst ég að því að ég væri með heilaæxli. Mér var sagt að ég gæti dáið eða orðið afskræmdur. Ég býst við að þetta hafi orðið til þess að ég varð hugfanginn af  hinu óhugnanlega og hryllilega.“

Aðgerðin gekk þó vel og hægt var að fjarlægja æxlið. Skömmu síðar fékk Genest sitt fyrsta húðflúr.

„Ég ánetjaðist húðflúrum og nú er allur líkami minn flúraður (fyrir utan kynfærin). Andlitið er einnig allt flúrað, en það hæfir mér og ferðalagi mínu fullkomlega.“

Genest segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann ákvað að láta flúra á sér andlitið.

„Mér var alveg sama þótt fólk myndi dæma mig og stara á mig. Ég vissi að mig langaði hvort eð er aldrei að vinna leiðinlega vinnu. Ég var bara ánægður með að ég var að færast nær takmarki mínu, því að vera viðundur.“

😁

A photo posted by Zombie Boy 💀 (@rickgenestofficial) on Jul 12, 2016 at 7:04pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir