Sorgleg saga frægðar og fíknar

George Michael.
George Michael. mbl.is/ Cover Media

Heimurinn missti einn merkasta tónlistarmann sinn á jólanótt þegar George Michael lést í svefni einungis 53 ára gamall. Talið er að hann hafi látist úr hjartabilun en greinilegt er á fréttaflutningi undanfarinna daga að aðdragandinn var langur og barátta hins dáða söngvara við fíknina tapaðist.

Heimildarmenn eru duglegir við að stíga fram enda þyrstir alla í vita hvernig dauða hins dáða söngvara bar að. Upp er dregin skuggaleg mynd af mikilli neyslu og algeru stjórnleysi sem Michael reyndi í örvæntingu að berjast við. Á hann að hafa sagst reykja upp í 25 jónur á dag og árið 2008 var hann handtekinn fyrir að reykja krakk á almenningsklósetti.

Einn heimildarmaður sagði að það væri kraftaverk að hann hafi lifað eins lengi og hann hafi gert. Hann hafi oft verið fluttur á bráðamóttöku í slæmu ástandi og enn aðrir heimildarmenn segja að hann hafi verið heróínfíkill.

Ljóst er að Michael barðist reyndi hvað hann gat til að sigra fíknina og eyddi meðal annars heilu ári á meðferðarstofnun í Sviss í von um að ná bara.

Því miður gaf hjarta hans sig að því virðist og heimurinn hefur misst eina af sínum skærustu söngstjörnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir