Michael lést af náttúrulegum orsökum

Popparinn George Michael á tónleikum árið 2011.
Popparinn George Michael á tónleikum árið 2011. AFP

Breski poppsöngvarinn George Michael, sem fannst látinn á heimili sínu á jóladag, lést af náttúrulegum orsökum. Þetta kemur fram í úrskurði dánardómstjóra.

Veikindi fyrir hjarta og fita í lifur ollu dauða hans, samkvæmt Darren Salter, dánardómstjóra í Oxford-skíri, vestur af London.

Rannsókn á dauða Michael er nú lokið og ekki er þörf á frekari rannsóknum, að mati Salter.

AFP

Niðurstöður krufningar voru ófullnægjandi  

Niðurstöður krufningar skömmu eftir dauða popparans voru ófullnægjandi og tekið var fram að ráðast þyrfti í frekari rannsóknir á dauða hans.

Michael, sem var 53 ára þegar hann lést, starfaði sem tónlistarmaður í 35 ár og notaði fíkniefni stóran hluta þess tíma.

Samkvæmt dánardómstjóra greindist Michael með útvíkkunar-hjartavöðvakvilla (e. dialated cardiomyopathy) sem getur myndast vegna mikillar fíkniefnaneyslu. Kvillinn hefur áhrif á getu hjartans til að dæla blóði vegna þess að hjartavöðvinn hefur stækkað og veikst. Hann greindist einnig með hjartavöðvabólgu (e. myocarditis).

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren