„Ég hélt að ég væri heimsk og sein­þroska“

Viktoría krónprinsessa opnaði sig um átröskun, kvíða og lesblindu sína.
Viktoría krónprinsessa opnaði sig um átröskun, kvíða og lesblindu sína. skjáskot/Instagram

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar opnaði sig í viðtali við sænsku sjónvarpsstöðina SVT um átröskun, kvíða og lesblindu sem hún hefur þurft að takast á við í gegnum tíðina. 

Prinsessan, sem verður fertug á föstudaginn, sagðist hafa unnið á átröskuninni en hún fái daglega kvíðaköst. Nú reynir hún að læra að ráða við og meðhöndla kvíðaköstin með hjálp alls kyns tækja og tóla.

„Ég hélt að ég væri heimsk og seinþroska,“ sagði prinsessan um lesblindu sína en hún bætti við að með tímanum hafi þessi vandamál orðið smærri og hún hafi hægt og rólega náð að læra hvernig á að lifa með þeim. 

Hún ræddi einnig andlega heilsu ungs fólks nú til dags og hversu neikvæð áhrif samfélagsmiðlar geta haft á það. Henni finnst pressan frá því að birta aðeins fullkomnar myndir á samfélagsmiðlum of mikil fyrir ungt fólk og það hafi neikvæð áhrif á líðan þeirra.

„Mér finnst mikilvægt að börn fái að vera börn,“ sagði krónprinsessan. „Foreldrar mínir eru sammála því og þannig ólu þeir mig upp,“ en Viktoría á tvö börn, hina fimm ára Estelle og eins árs Óskar.  

Krónprinsessan sagði í maí að hún hafi fattað að hún væri með átröskun rétt áður en hún ætlaði í Uppsala-háskóla þegar hún var tvítug. Sem betur fer voru foreldrar hennar fljótir að grípa inn í og hvöttu hana að taka sér árs frí áður en hún fór í háskólann.

„Ég þurfti bara smá tíma til að finna sjálfa mig og komast í jafnvægi aftur,“ sagði Viktoría. „Ég þurfti að uppgötva þægindarammann minn og passa að setja ekki of mikla pressu á sjálfan mig.“

Viktoría krónprinsessa og prins Daníel frá Svíþjóð.
Viktoría krónprinsessa og prins Daníel frá Svíþjóð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes