Bieber stöðvaður af lögreglunni

Justin Bieber var sektaður fyrir að nota símann undir stýri.
Justin Bieber var sektaður fyrir að nota símann undir stýri. AFP

Poppsöngvarinn Justin Bieber var stöðvaður af lögreglunni í Los Angeles í gær vegna símanotkunar.

Samkvæmt slúðurrisanum TMZ hélt Bieber ró sinni á meðan lögreglumaðurinn rétti honum sekt upp á tæplega 20 þúsund íslenskar krónur fyrir að hafa verið í símanum undir stýri.

Það er óljóst hvort að söngvarinn hafi verið að tala í símann eða senda skilaboð úr símanum sínum en hann tók fúslega við sekt lögreglumannsins.

Bieber hefur ekki verið handtekinn síðan 2014 þegar hann keyrði bíl sinn undir áhrifum áfengis og ógnaði lögreglumönnum.

Nýlega birti Bieber mynd frá fangelsisvist sinni þar sem hann skrifaði undir myndina „Ég elska þetta því þetta minnir mig á það að ég er ekki alveg á þeim stað sem ég vil vera en ég þakka guði fyrir að vera ekki á þeim stað sem ég var. Það besta á enn eftir að koma, trúið þið því?"

mbl.is