Missti skóinn og hélt áfram að ganga

Gigi Hadid lét skóleysið ekki á sig fá.
Gigi Hadid lét skóleysið ekki á sig fá. Mynd/Twitter/AFP

Ofyrfyrirsætan Gigi Hadid lét eins og ekkert hafði komið fyrir þegar hún gekk tískupallinn í einum skó á tískuvikunni í New York. Þrátt fyrir að hafa týnt öðrum skónum sínum hélt hún göngunni áfram eins og ekkert væri. 

Hadid var ganga tískupallinn fyrir Önnu Sui í gær, mánudag, þegar atvikið átti sér stað. Svo viðist sem að Hadid hafi misst annan skóinn í öllum hamaganginum baksviðs. Meðfylgjandi er myndband sem sýnir Hadid láta eins og ekkert hafi komið fyrir. 

mbl.is