Ingvar Björn vakti lukku á La Mercé-hátíðinni

Slagverk var í höndum Brincadeira-hópsins.
Slagverk var í höndum Brincadeira-hópsins. Skjáskot / Youtube

Listamaðurinn Ingvar Björn tók á dögunum þátt í La Mercé listahátíðinni í Barcelona, þar sem hann sýndi sjónlistaverk sitt Terra Forma.

Í sýningu sinni notaðist Ingvar Björns við íslenskar landslagsmyndir, en nútíma þrívíddartækni var notuð til að varpa þeim skjá í miðjum Ciutadella-garðinum. Undir verkinu ómaði tónverk sem Sigtryggur Baldursson og Ida Juhl sömdu, en flutningur þess var í höndum slagverkshópsins Brincadeira.

Sýningin vakti mikla athygli ytra, og var vel sótt. Þá var fjallað um sýninguna í erlendum fjölmiðlum svo sem La Vanguardia.

Myndband af viðburðinum má sjá hér að neðan.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.