Heimsótti Assange í gervipels

Pamela Anderson.
Pamela Anderson. mbl.is/AFP

Pamela Anderson klæddi sig upp í sitt fínasta púss áður en hún heimsótti Julian Assange, forsprakka Wiki­leaks. Ekki er vitað hvort Anderson og Assange séu saman eða ekki en hún heimsækir hann reglulega í sendiráð Ekvador í Lundúnum. Hún byrjaði með öðrum manni í sumar en í október sagði hún frá því að hún elskaði engan heitar en Assange. Daily Mail greinir frá þessu. 

Anderson og Assange kynntust árið 2014 en þau hafa einhvern veginn aldrei staðfest það alveg hvort þau séu saman eða ekki. 

Pamela Anderson var glæsileg til fara þegar hún heimsótti Julian ...
Pamela Anderson var glæsileg til fara þegar hún heimsótti Julian Assange í sendiráð Ekvador í Lundúnum. Ljósmynd/Skjáskot af Dailymail.com

Það breytir því ekki að hún vildi sýna honum sínar bestu hliðar þegar hún heimsótti hann á þriðjudaginn. Hún var í hvítri silkiskyrtu með rykktum kanti, í pilsi sem náði niður á miðja kálfa með klauf að framan, í rússkinsstígvélum, með perlufestar, svarta rússkinnstösku, örþunna hanska og í ljósbláum gervipels. 

Gervipelsinn er frá merkinu Only Me og kostar rúmlega 40.000 krónur. 

Það vakti líka athygli að Anderson var nánast ómáluð og eins náttúruleg og hægt er að vera. Kannski var hún bara að hvíla húðina eftir hátíðaförðunina sem hún var með kvöldinu áður þegar hún mætti á bresku tískuverðlaunin. 

Pamela Anderson var glæsileg á rauða dreglinum í gær á ...
Pamela Anderson var glæsileg á rauða dreglinum í gær á bresku tískuverðlaununum 2017 sem veitt voru í Lundúnum. mbl.is/AFP
mbl.is