Hélt að vinnan gæti bjargað hjónabandinu

Angelina Jolie Pitt og Brad Pitt árið 2015 eða um ...
Angelina Jolie Pitt og Brad Pitt árið 2015 eða um ári áður en leiðir þeirra skildu. mbl.is/AFP

Angelina Jolie trúði því innilega að það að vinna með Brad Pitt gæti bjargað hjónabandi þeirra. Svo reyndist ekki vera. 

Hjónin Jolie og Pitt skildu í september 2016 eftir tólf ára samband. Saman eiga þau sex börn og frá því þau hnutu um hvort annað hafa þau verið á milli tannanna á fólki. Árið 2015 unnu þau saman í myndinni By The Sea. Á þeim tíma var hjónabandið komið í þrot en Jolie hélt að þessi vinna gæti fært þau nær hvort öðru. 

Í viðtali við The Hollywood Reporter prodcastið Award Chatter sagði hún að þau hjónin hefðu alltaf unnið vel saman og þess vegna hélt hún að vinnan við þessa mynd á þessu augnabliki myndi gera þeim gott. 

Hjónin fyrrverandi kynntust við tökur á myndinni Mr. & Mrs. Smith og urðu yfir sig ástfangin af hvort öðru. 

mbl.is