„Markmiðið er einfaldlega að skemmta sér“

Buxnalausi dagurinn var haldinn í 16 skipti í gær þegar farþegar neðanjarðarlesta víða um heim tóku þátt í hinum árlega „No Pants Subway Ride“-degi. Ekki er laust við að uppátækið hafi víða vakið athygli annarra farþega sem ýmist störðu eða brostu feimnislega, en hörkufrost í New York og víðar virtist ekki letja fólk til þátttöku.

„Markmiðið er einfaldlega að skemmta sér og gera eitthvað skrýtið,“ hefur AFP-fréttastofan eftir einum í hópi 20 ungmenna sem tóku þátt í uppátækinu í sporvagni í Jerúsalem.

Einn vina hans, sem ekki vildi heldur láta nafns síns getið, sagði ýmsa vini þeirra hafa lýst áhyggjum af því að þetta gæti aukið enn frekar á vandræði í borginni, þar sem mikil spenna sé fyrir vegna strangtrúaðra gyðinga og múslima.

„Á hverju ári hafa þeir á röngu að standa,“ sagði hann. „Á hverju ári hittum við fólk sem brosir, jafnvel þegar það á ekki að brosa.“

Buxnalausi dagurinn var upphaflega haldinn í New York árið 2002, en siðurinn hefur breiðst út víða um heim á undanförnum árum.

Hugmyndin með uppátækinu er að þátttakendur hagi sér nákvæmlega eins og aðrir farþegar, bara án þess að vera klæddir buxum eða pilsi.

Einn af þátttakendum í buxnalausa deginum á ferð með neðanjarðarlest …
Einn af þátttakendum í buxnalausa deginum á ferð með neðanjarðarlest í New York í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes