Söngkona Cranberries látin

O'Riordan í Cognac í Frakklandi í júlí 2016.
O'Riordan í Cognac í Frakklandi í júlí 2016. AFP

Dolores O'Riordan, söngkona írsku rokksveitarinnar The Cranberries, lést í dag, 46 ára að aldri. Frá þessu greinir talskona hennar í tilkynningu til fjölmiðla. O'Riordan var í London ásamt öðrum meðlimum sveitarinnar við upptökur.

Cranberries skaut upp á stjörnuhimininn árið 1993 með plötunni Everybody Else Is Doing It, So Why Can't We? en sveitin hefur selt yfir 40 milljónir platna.

Dánarorsök O'Riordan hefur ekki verið gefin upp, en hljómsveitin varð að aflýsa fjölda tónleika á Evróputúr sínum í maí síðastliðnum vegna slæmrar heilsu söngkonunnar. Hún greindi síðan frá því á facebooksíðu sveitarinnar í síðasta mánuði að hún hefði náð heilsu og væri farin að koma fram á ný.

 

Fjöldi fólks hefur vottað fjölskyldu O'Riordan samúð sína, meðal annars meðlimir hljómsveitarinnar Duran Duran, sem segjast slegnir yfir tíðindunum.

 

 

Sömu sögu er að segja af spjallþáttastjórnandanum James Corden, sem rifjar upp fyrstu kynni sín af O'Riordan.

 

 

 

 

mbl.is