Dream Wife fær fimm stjörnur af fimm

Rakel Mjöll á tónleikum.
Rakel Mjöll á tónleikum.

Lofsamlegum orðum er farið um plötu hljómsveitarinnar Dream Wife í tónlistartímaritinu NME. Platan fær fimm stjörnur en Rakel Mjöll Leifsdóttir er söngvari hljómsveitarinnar.

„Guð minn góður hvað við höfum beðið lengi eftir hljómsveit eins og Dream Wife.“ Þannig hefst dómur blaðamanns NME um plötu Dream Wife, sem ber sama nafn og sveitin. Platan fær fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Í dómnum er saga sveitarinnar rakin en auk Rakelar eru í hljómsveitinni Bella Go sem spil­ar á gít­ar og Alice Podpa­dec sem plokk­ar bass­ann. Þær kynntust í listaháskólanum í Brighton.

„Þetta er það mest spennandi sem þú átt eftir að heyra í þessum drungalega janúar og líklega allt árið 2018,“ segir blaðamaður NME.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson