Hleypur um höllina í hælaskóm

Viktoría krónsprinsessa Svíþjóðar hleypur upp og niður tröppurnar í höllinni.
Viktoría krónsprinsessa Svíþjóðar hleypur upp og niður tröppurnar í höllinni. AFP

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar lagði átakinu „Upp och hoppa, Sverige“ lið sem hvetur ungt fólk til þess að lifa heilsusamlegu lífi. Tekið var myndband af prinsessunni hlaupa upp og niður stiga í höllinni til þess að vekja athygli á átakinu. 

Það er þó ekki hægt að segja að Viktoría hafi reimað á sig hlaupaskóna fyrir myndbandið og hefur skóbúnaður hennar vakið athygli. Prinsessan gerði sér lítið fyrir og hljóp upp stórar og miklar tröppur sænsku konungshallarinnar í pinnahælum. 

Viktoría og eiginmaður hennar eru þekkt fyrir að vera í góðu formi enda var Daníel áður einkaþjálfari prinsessunnar. 

mbl.is