Þurfti að læra að tala aftur

Sharon Stone þurfi að læra ýmsilegt aftur eftir heilablóðfallið.
Sharon Stone þurfi að læra ýmsilegt aftur eftir heilablóðfallið. AFP

Leikkonan Sharon Stone segir að heilablóðfallið sem hún fékk árið 2001, þá aðeins 43 ára, hafi breytt lífi sínu. Veikindin höfðu mikil áhrif á hana en hún segir að fimm prósent líkur hafi verið á því að hún myndi lifa. 

Hello greinir frá því að Stone hafi rætt veikindin í útvarpsþætti. „Þegar ég kom heim eftir heilablóðfallið gat ég varla gengið. Mjaðmirnar voru óstöðugar. Ég sá ekki með vinstra auga og ég heyrði ekki með vinstra eyra,“ sagði Stone. 

Í þrjú ár eftir heilablóðfallið gat leikkonan ekki skrifað nafnið sitt. Ástæðan var sú að hendurnar hlýddu ekki skilaboðum frá heilanum. „Svo ég þurfti að læra að lesa og skrifa aftur. Ég varð að læra að tala aftur,“ sagði leikkonan. 

Að lokum kom þetta þó hjá Stone sem hugsar vel um heilsuna og er hún komin á fullt í vinnu eftir að hafa tekið sér frí eftir áfallið. 

Sharon Stone.
Sharon Stone. AFP
mbl.is