Slayer á Secret Solstice

Slayer eru goðsagnir á meðal þungarokkara.
Slayer eru goðsagnir á meðal þungarokkara. Ljósmynd/Aðsend.

Bandaríska þungarokkssveitin Slayer mun koma fram á Secret Solstice hátíðinni sem haldin verður 21. - 24. júní í sumar. Sveitin hefur verið starfandi lengi og verið ein sú farsælasta og áhrifamesta í þessum geira rokksins. Íslenskir rokkunnendur ættu því að kætast en þetta mun vera síðasta tónleikaferðalag Slayer.

Slayer er Kalifornísk að uppruna og plötur sveitarinnar frá 9. áratugnum þykja með þeim allra bestu í þungarokkinu. Hér fyrir neðan má heyra lagið „Raining Blood“ frá árinu 1986 af plötunni Reign in blood.

Það er ljóst að þeir verða margir sem hrista á sér makkann í Laugardalnum í sumar því sveitin á sér fjölmarga aðdáendur hér á landi. Mannabreytingar hafa orðið hjá sveitinni í gegnum árin en tveir stofnmeðlima, þeir Kerry King og Tom Arrya munu koma fram á tónleikaferðalaginu sem hefst í N-Ameríku.

Aðrir erlendir tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni eru m.a.: Gucci Mane, Stormzy, Clean Bandit og eigtís-dívan Bonnie Tyler.
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes