Stína stuð og séra Baddi sigruðu

Hlynur Björnsson, Snæfríður Ingvarsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Hlynur Björnsson, Snæfríður Ingvarsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

Leikhópurinn í sirkussöngleiknum Slá í gegn bragðaði á kokteilum úr smiðju samleikara sinna, þeirra Eddu Björgvins, Snæfríðar Ingvars og Ólafíu Hrannar á dögunum.

Þær stöllur höfðu hrist saman nokkra vel valda drykki og fengu samleikara sína til að dæma afraksturinn.

Kokteilarnir Frímann flugkappi, Stína stuð, séra Baddi og Harpa Sjöfn voru meðal þeirra sem bragðað var á. Tilgangurinn var að finna hinn eina rétta stuðkokteil.

Eftir þrotlausar prófanir var niðurstaðan sú að drykkirnir Stína stuð og séra Baddi báru sigur úr býtum. Þessi hanastél munu því verða á boðstólum fyrir gesti á sýningum á söngleiknum sem frumsýndur verður næstkomandi laugardag.

Leikarar í góðu glensi.
Leikarar í góðu glensi.
Jón Gnarr og Örn Árnason spá í spilin.
Jón Gnarr og Örn Árnason spá í spilin.
mbl.is