Erna himinlifandi með Spánarferðina

Erna Ómarsdóttir er listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins.
Erna Ómarsdóttir er listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísenski dansflokkurinn undir stjórn Ernu Ómarsdóttur heldur áfram að slá í gegn á meginlandi Evrópu. Um síðustu helgi sýndu þau verkið Balck Marrow eftir Ernu og samstarfsmann hennar Damien Jalet í Bilbao á Spáni. 

Um þúsund leikhúsgestir Arriaga Anzokia í Bilbao tóku vel á móti dönsurum flokksins og ætlaði þakið hreinlega að rifna af leikshúsinu í lok sýninga. „Við erum ótrúlega ánægð með hvað Black Marrow er að fá góðar viðtökur alls staðar og fáum við reglulega fyrirspurnir um verkið frá hinum ýmsu leikhúsum víðs vegar í Evrópu” segir Erna Ómarsdóttir um viðtökurnar.

Erna segir að leikhúsið í Bilbao hafi verið í skýjunum með viðtökur leikhúsgesta og vilji endilega fá flokkinn aftur. 

Black Marrow var frumsýnt á Íslandi árið 2015 og var fyrsta dansverkið í sögu Grímunnar til að hljóta tilnefninguna í flokknum sýning ársins. Í lok desember 2017 var verkið valið annað besta dansverk ársins í Hollandi að mati gagnrýnenda. „Þetta er náttúrulega verk sem á virkilega við í nútímasamfélagi þar sem við erum öll að verða meðvitaðri um umhverfisspjöll og hlýnun jarðar” segir Erna um verkið.

Úr sýningu Íslenska dansflokksins á Black Marrow.
Úr sýningu Íslenska dansflokksins á Black Marrow. ljósmynd/Bjarni Grí­msson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes