BAFTA-verðlauna leikkona les bækurnar

Ragnar Jónasson rithöfundur.
Ragnar Jónasson rithöfundur.

Breska leikkonan Amanda Redman hefur verið fengin til þess að lesa inn á hljóðbók Huldu-seríu Ragnars Jónassonar sem kemur út í Bretlandi hjá Penguin útgáfunni. Fyrsta bókin er Dimma en hún hlaut nú um helgina frábæra dóma í Sunday Times og Guardian. 

Amanda Redman er Íslendingum að góðu kunn en hún lék burðarhlutverk í sjónvarpsþáttunum At Home with the Braithwaites. Þættirnir voru sýndir á RÚV á árunum 2000 til 2003 og fjalla um fjölskyldu sem vann stóra vinninginn í lottó. Þættirnir nutu mikilla vinsælda og hlaut Amanda BAFTA sjónvarpsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í þáttunum.

Gagnrýnandi Sunday Times sagði nú um helgina að Dimma eftir væri „stórkostleg“ og að Hulda, aðalpersóna bókarinnar, væri ein af mögnuðustu tragísku kvensöguhetjum samtímaglæpasagna. Þá sagði Guardian á laugardaginn í úttekt sinni á bestu nýju glæpasögunum að bókin væri „snilldarlega fléttuð“ og endalokin „rosaleg“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes