Jackson og Delevingne í hörkusleik

Paris Jackson og Cara Delevingne eru orðnar ansi nánar.
Paris Jackson og Cara Delevingne eru orðnar ansi nánar. Samsett mynd.

Miklar vangaveltur hafa verið undafarið um sambandið á milli Paris Jackson og Cöru Delevingne en nú virðist frekari staðfesting vera komin á sambandi þeirra.

Jackson og Delevingne hafa ýtt undir orðróma um samband sitt meðal annars með því að setja inn mynd af þeim á Instagram úr rúminu þar sem þær horfðu á kvikmyndina Carol en myndin fjallar um tvær konur sem verða elskendur. Nú virðist vera komin staðfesting á sambandinu en á fréttamiðlinum Daily Mail birtust myndir af þeim í innilegum faðmlögum að dansa og kyssast.

Paris Jackson, einkadóttir Michael Jackson heitins, hefur verið talsvert í sviðsljósinu undanfarið og hefur tekið að sér verkefni bæði sem leikkona og fyrirsæta. Cöru Delevingne þarf vart að kynna enda ein eftirsóttasta fyrirsæta heims.

mbl.is