Gripið verði til aðgerða gegn R. Kelly

Tónlistarmaðurinn R. Kelly árið 2013.
Tónlistarmaðurinn R. Kelly árið 2013. AFP

Svartar konur innan hreyfingarinnar Time´s Up hafa hvatt tónlistariðnaðinn til að grípa til aðgerða gegn tónlistarmanninum R. Kelly.

Söngvarinn, sem er þekktur fyrir lagið I Believe I Can Fly, hefur í gegnum árin sakaður um að hafa misnotað stúlkur undir lögaldri og ungar konur.

Konurnar, með aðstoð herferðarinnar #MuteRKelly, hafa hvatt til þess að plötufyrirtæki söngvarans og streymisveiturnar Spotify og Apple Music, gefi hann upp á bátinn. Einnig hafa þær krafist þess að tónleikum hans í Norður-Karólínu 11. maí verði aflýst.

„Við krefjumst viðeigandi rannsóknar og viðeigandi fyrirspurna vegna ásakana um misnotkun R. Kelly frá svörtum konum og fjölskyldum þeirra í yfir tvo áratugi,“ sagði í yfirlýsingu hreyfingarinnar.

„Við lýsum því yfir af mikilli ákefð við alla þá sem vilja þagga niður í okkur að þeirra tími er liðinn.“

R. Kelly á tónleikum árið 2011.
R. Kelly á tónleikum árið 2011. AFP

Nú þegar er búið að aflýsa tónleikum R. Kelly í háskólanum í Illinois í Chicago eftir að barist hafði verið fyrir því.

„Ég hef aldrei heyrt um það áður að tónleikum hafi verið aflýst vegna orðróms en einhvern tímann er alltaf fyrst,“ sagði Kelly.

Hann var sýknaður árið 2008 af ákæru um að hafa barnaklám í fórum sínum eftir fréttaflutning um myndband sem var sagt hafa sýnt hann í kynlífsathöfnum með stúlku sem var undir lögaldri.

Fyrr í þessum mánuði lagði kona fram kæru til lögreglunnar um að Kelly hafi viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Samband þeirra hófst þegar hún var 19 ára.

Á síðasta ári greindi BuzzFeed News frá því að Kelly hefði heilaþvegið sex konur, lokað þær inni á heimili sínu og neytt þær til kynmaka við sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson