Ekkert gengur hjá Rússum

Samoylova á sviðinu í Lissabon í gær.
Samoylova á sviðinu í Lissabon í gær. AFP

Rússneska söngkonan Julia Samoylova var ein þeirra sem komst ekki áfram í úrslitin í Eurovision í gærkvöldi. Samoylova ætlaði upphaflega að taka þátt í fyrra en þá var Rússum meinuð þátttaka vegna deilna um Krímskaga.

Er þetta í fyrsta skipti í 20 ár sem Rússland er ekki á meðal keppenda á lokakvöldinu en lagið sem Samoylova flutti í gærkvöldi, „I Won´t Break“, hlaut ekki náð fyrir eyrum gagnrýnenda og almennings í Evrópu.

Ju­lia, sem not­ar hjólastól, fædd­ist í Uk­hta í Rússlandi árið 1989. Hún er söngv­ari og laga­höf­und­ur. Hún hef­ur tekið þátt í ýms­um söngv­akeppn­um og komst árið 2013 í úr­slit í X-Factor í heima­land­inu. Hún flutti lagið Toget­her við opn­un­ar­at­höfn vetr­arólymp­íu­leik­anna í Sochi árið 2014.

Henni var bannað að taka þátt í keppninni í fyrra vegna þess að hún hafði að sögn Úkraínumanna farið með ólög­leg­um hætti inn á Krímskaga. Skag­inn til­heyrði áður Úkraínu en frá ár­inu 2014 hafa Rúss­ar sagt hann til­heyra sér. Úkraínu­menn heim­ila eng­um sem farið hef­ur til Krímskaga í gegn­um Rúss­land að koma til lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes