Ísrael vann Eurovision

Netta fagnar sigrinum í kvöld.
Netta fagnar sigrinum í kvöld. AFP

Ísrael vann Eurovision-keppnina en úrslitakvöldið fór fram í Lissabon í Portúgal í kvöld. Netta flutti lagið „Toy“ en hún hlaut 529 stig.

Eleni Foureira hafnaði í öðru sæti.
Eleni Foureira hafnaði í öðru sæti. AFP

Kýpur hafnaði í öðru sæti með 436 stig en Eleni Foureira flutti lagið „Fuego“ og Austurríki hafnaði í þriðja sæti með 342 stig.

Netta var í skýjunum með sigurinn, tileinkaði hann fjölbreytileikanum og tilkynnti að keppnin á næsta ári yrði haldin í Jerúsalem. 

Sigurvegari síðasta árs, Salvador Sobral, afhenti Nettu verðlaunin en hann gagnrýndi lagið hennar harðlega fyrir tveimur dögum síðan og sagði það hræðilegt. Þau brostu hins vegar bæði sínu breiðasta í Lissabon í kvöld. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.