Hamingjusamur með sömu konunni í 24 ár

Keely Shaye Smith og Pierce Brosnan í mars á þessu ...
Keely Shaye Smith og Pierce Brosnan í mars á þessu ári. AFP

James Bond-leikarinn Pierce Brosnan er mættur á kvikmyndahátíðina í Cannes. Með honum á frönsku riveríunni er eiginkona hans, blaðamaðurinn og umhverfisverndarsinninn Keely Shaye Smith. 

Írski leikarinn sem er 65 ára og hin 54 ára Smith fagna 17 ára brúðkaupsafmæli seinna í sumar en kynntust fyrst árið 1994. Saman eiga þau synina Dylan 21 árs og Paris 17 ára. 

Brosnan er þekktur fyrir að leika mikla kvennabósa eins og James Bond, hlutverkin virðast þó ekki endurspegla líf hans en hann heldur tryggð við sínar konur. Áður en hann kynntist Smith var hann giftur leikkonunni Cassöndru Harris en Harris dó árið 1991 eftir að hafa verið greind með krabbamein í eggjastokkum. Dóttir Harris sem Brosnan ættleiddi dó einnig eftir að hafa verið greind með krabbamein í eggjastokkum. 

mbl.is