Hafa áhyggjur af heilsu Johnny Depp

Johnny Depp er á tónleikaferðalagi með Hollywood Vampires.
Johnny Depp er á tónleikaferðalagi með Hollywood Vampires. Skjáskot/Instagram

Aðdáendur leikarans Johnny Depp hafa áhyggjur af heilsu hans samkvæmt Hollywood Reporter. Leikarinn er á tónleikaferðalagi um Evrópu með hljómsveitinni Hollywood Vampires. Myndir af honum með aðdáendum í Sankti Pétursborg birtust í seinustu viku, en leikarinn virðist hafa misst nokkur kíló á síðustu mánuðum. Aðdáendur hans voru áhyggjufullir í kommentakerfum og telja hann líta veiklulega út og veltu heilsu hans fyrir sér. Heimildarmaður People segir að Depp sé við hestaheilsu og skemmti sér vel á tónleikaferðalagi. Hann vilji halda sér í formi, en álagið sé mikið út af tónleikunum.

#JohnnyDepp singing #DavidBowies #Heroes in #Germany and rockin’ out next to @joeperryofficial 📷- @cerealkyler

A post shared by Hollywood Vampires (@hollywoodvampires) on Jun 4, 2018 at 1:15pm PDT

mbl.is